Fjármálasvið

Fjármálasvið Spektar sinnir m.a. víðtækri ráðgjöf á sviði fjármála, fjárfestinga og fjármögnunar fyrirtækja. Fjárhagsleg endurskipulagning, áreiðanleikakannanir og arðsemismöt. Verðmat fyrirtækja, yfirtökur og samrunar. Skýrslu- og álitsgerðir um stöðu fyrirtækja og stofnanna. Fjármálasviðið býður í dag tvær þjónustulausnir á föstu verði; annars vegar lausn sem við köllum fjármálastjórann þinn, sem er þjónustulausn sem brúar bil milli bókhalds og stjórnenda og veitir stjórnendum nauðsynlegar upplýsingar úr bókhaldi á aðgengilegu formi og er þannig stuðningur við ákvarðanatöku með ráðgjöf og eftirfylgni. Hins vegar lausn sem við köllum birgðastjórann þinn, þjónustulausn sem eykur öryggi í birgðahaldi með bættu verklagi og eftirliti.

 

Skattasvið

Skattasvið Spektar sinnir m.a. skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga ásamt ráðgjöf vegna þeirra. Ráðgjöf við sölu, stofnun, samruna eða breytingar á rekstri, við val á félagsformi og uppbyggingu eignarhalds. Ráðgjöf við samninga sem gerðir eru í rekstri s.s. við kaup eigna, félaga, við starfsmenn, skuldunauta og lánardrottna. Ráðgjöf varðandi tvísköttunarsamninga. Ráðgjöf um milliverðlagningu tengdra fyrirtækja. Aðstoð og hagsmunagæsla vegna meðferðar almennra skattamála hjá skattyfirvöldum; (Ríkisskattstjóra, Yfirskattanefnd , Skattrannsóknarstjóra). Aðstoð við endurupptöku álagningar skatta og ágreiningsmála hjá skattyfirvöldum. Álitsgerðir og úrlausnir vegna skattalegra atriða.

 

Reikningshaldssvið

Reikningshaldssvið Spektar sinnir m.a. færslu bókhalds og afstemmingum í bókhaldi. Launabókhald ásamt innsendingum á skilagreinum, launamiðum og launaframtali. Virðisaukaskattsuppgjör Spekt býður uppá þá þjónustu að senda bókara til að vinna í fyrirtækinu þínu ef óskað er eftir. Innheimta krafna með möguleika á að beina málum í lögfræðiinnheimtu hjá lögfræðisviði Spektar. Reikninga og greiðsluþjónusta. Við tökum að okkur að gefa út reikninga fyrir viðskiptavini okkar auk þess að greiða laun og aðrar kröfur fyrir þeirra hönd. Bókhald er fullunnið og afstemmt fyrir endurskoðanda og/eða ársreikningagerðar hjá Fjármálasviði Spektar. Reikningshaldssviðið býður í dag tvær þjónustulausnir á föstu verði; annars vegar lausn sem við köllum skrifstofan þín, þjónustulausn sem spannar allt skrifstofuhald fyrir minni rekstraraðila, allt frá gerð reikninga, innheimtu, greiðslu skuldbindinga, bókhalds, virðisauka- og skattskýrslugerðar. Hins vegar lausn sem við köllum sjóðstjórinn þinn, þjónustulausn sem eykur öryggi í meðferð peninga og sjóðsuppgjöra í verslunum og veitingastöðum.