petur.png

Pétur Valdimarsson

VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Pétur starfaði lengst af sem fjármálastjóri Gámaþjónustunnar hf. auk þess sem hann sat í stjórn þess félags um tíma og í dótturfyrirtækjum Gámaþjónustunnar, hérlendis og erlendis. Pétur var einnig framkvæmdastjóri Kex Hostel um tíma. Í störfum sínum hefur hann fengist við gerð og eftirfylgni viðskiptaáætlana auk margþættrar greiningarvinnu, auk þess að stýra fjármálum margra þeirra félaga sem hann hefur komið að. Pétur var um árabil annar ritstjóra Íslensks atvinnulífs sem gefið var út af Talnakönnun.

 

Jón Ellert Lárusson

VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR & MA Í SKATTARÉTTI

Jón lauk kandidatsprófi frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 1981 og vann lengstum á Akureyri sem framkvæmdastjóri Bókvals. Jón lauk meistaraprófi (Magister Artíum) frá lagadeild Háskóla Íslands á árinu 2013 í Skattarétti og reikningsskilum og því til viðbótar í skuldaskila- og fullnusturétti. Jón hefur í gegnum tíðinna starfað mest við fjármála- og framkvæmdastjórn, bæði stórra og lítilla fyrirtækja. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og samtaka.

 

Páll Ólafur Bergsson

Bókari

Páll hefur starfað við eigin bókhaldsrekstur frá 1985 en hafði áður og síðan komið að rekstri nokkurra af þekktari fyrirtæja landsins. Páll hefur reynslu af störfum ýmsum sviðum.  Og segist hann sjálfur hafa reynt flest annað en sjómennsku og stjórn skurðgröfu. Byggingastörf, landmælingar, fjósamennska, aðalgjaldkeri, innkaupastjóri, fjármálastjórn og fleiri störf eru allt reynsla sem Páll nýtur. Auk bókhaldstarfa rak Páll um 10 ára skeið fyrirtækjasölu á eigin vegum.  Um 8 ára skeið rak Páll Bridgeskóla meðfram öðrum störfum og skrifaði daglega pistla um bridge í Morgunblaðið.  

Páll gekk til liðs við Spekt ehfá árinu 2014. 

 
gudbjort.jpg

Guðbjört Erlendsdóttir

Viðurkenndur bókari & viðskiptafræðingur